VSAT

VSAT þjónusta Símans/Radiomiðunar er háhraða internet-tenging sem er henntar stærri skipum sem eru utan langdrægs 3G sambands.  Þjónustan veitt í gegnum jarðstöðina Skyggni á Íslandi.

Tenging þessi er hugsuð bæði fyrir flutning á tali og sem gagnaflutningsleið milli skips og lands.

Með VSAT lausninni eru skipin sítengd með háhraða bandvídd. Boðið er upp á þjónustu gegnum gervihnött allt frá 64 kbs upp að 2Mb.

Með VSAT tengingu þá opnast útgerðum möguleiki á að fá rauntíma upplýsingar frá vélum og öðrum tækjum um borð og einnig er hægt frá landi að tengjast tækjum um borð t.d vegna viðhalds og viðgerða.

VSAT þjónustan er bylting fyrir áhafnir sem nú geta komist í fullkomið net og símasamband og notað MSN og internetið líkt og heima í stofu.

Nánari upplýsingar: Allur búnaður, áskrift og þjónusta er veitt hjá Radiomiðun, sem einnig veittar allar nánari upplýsingar um þjónustuna. radiomidun@radiomidun.is eða í síma 511 1010