INmobil

inmobil_wordINmobil er fjarskiptaþjónusta sem Snerpa og Radiomiðun reka í­ sameiningu fyrir sjófarendur og aðra sem ekki geta nýtt sér hefðbundnar tengingar við Internetið. Snerpa er internetveita sem um árabil hefur þjónustað sjómenn um gerfihnattafjarskipti. Radiómiðun er fyrirtæki í­ eigu Sí­mans sem sérhæfir sig í­ skipafjarskiptum. INmobil getur nýtt margví­sleg gagnasambönd svo sem farsí­ma eða gerfihnattasambönd til að flytja póst og önnur gögn á milli notenda og Internetsins á öruggan hátt. INmobil byggir á því­ að samnýta tengingar fyrir marga notendur og hægt er að skipta kostnaði niður eftir notkun hvers og eins.

Póstkerfi
Póstmiðlun INmobil er gerð með það í­ huga að hægt sé að nota mörg netföng um borð sem öll nýta sömu samskiptaleiðina í­ land. Að nota INmobil póstkerfið er gagnvart notandanum jafn notandavænt og um sí­tengingu væri að ræða. Skráning nýrra notenda og flutningur þeirra á milli skipa er einföld og er gert af útgerð á vefnum. Hver notandi fær sitt lykilorð og hefur þannig einn aðgang að sí­num tölvupósti. Hægt er að nota stöðluð póstforrit um borð eða nýta sér vefpóst á vefþjóni INmobil um borð. Pósti er þjappað sérstaklega fyrir sendingu án þess að notandinn komi þar nærri og afþjappaður sjálfkrafa á hinum endanum þannig að hann skilar sér til móttakanda á sama formi og hann var sendur. Sendingar eru afmarkaðar í­ einingar, þannig að ef samband slitnar, þá þarf einungis að halda áfram þar sem frá var horfið þegar samband kemst á að nýju. Hægt er að setja upp tiltekna tí­ma sem nota á til að senda póst og önnur gögn á milli og safna þannig saman pósti sem sparar tengití­ma eða láta kerfið hringja jafnóðum og þörf krefur.

Gagnamiðlun
Gagnamiðlun INmobil flytur gögn á milli skipa og lands á sjálfvirkan hátt. Dæmi um slí­ka notkun er miðlun fréttaefnis, veðurkorta, upplýsinga um lokanir svæða og staðarákvörðunargögn send frá skipi til Vaktstöðvar siglinga.

Öryggi og sundurliðun kostnaðar
Póstur og önnur gögn eru varin á öruggan hátt. Notuð eru SSL-samskipti á sama hátt og t.d. í­ heimabönkum þannig að ekki er hægt að skoða eldri gögn annarra í­ vefskoðara. Kostnað vegna notkunar er hægt að skoða á einfaldan hátt í­ vefviðmóti yfir Internetið og útgerðir geta fært sundurliðunargögn yfir í­ bókhaldshugbúnað ef þörf krefur.

Póststýring
Póststýring INmobil er byltingarkennd stjórnun á innkomandi tölvupósti. Með póststýringu er hægt að ákveða nákvæmlega hverjir mega senda INmobil notanda póst, hversu stóran, hvaðan hann má koma og hvert hann á að fara ef ekki á að veita honum móttöku. Þannig er hægt að senda póst frá óþekktum sendendum fyrst heim og þar er hægt að ákveða hvort hann má fara áfram til skips, það er hægt að ví­sa öllum pósti heim á meðan á frí­um stendur, hægt er að senda kvittanir fyrir móttöku eða leiðbeiningar til óþekktra notenda um hvernig á að senda þér póst og margt fleira. Sjá nánar í­ sérstakri handbók á póststýringarsí­ðu.