Home » Vörur og þjónusta » Sjópóstur

Sjópóstur

Sjópóstur Símans er bylting í upplýsingaþjónustu fyrir skip og útgerðir. Á hagkvæman hátt er hægt að miðla tölvupósti á alla áhöfnina, skrá notkun tölvupósts og síma og flytja rafræn gögn af ýmsu tagi milli skips og lands.

Velur sjálfvirkt ódýrustu flutningsleið
Sjópóstur er ekki háður neinum einum fjarskiptamiðli og velur sjálfvirkt það kerfi sem aðgengilegt er og ódýrast hverju sinni. Hægt er að senda gögn með VSAT GSM NMT Iridium Inmarsat og Globalstar..

Sjálfvirkt uppgjör á tölvupóst- og símanotkun
Útgerðir skipa sem hafa sjópóst fá aðgang að sundurliðaðri notkun áhafna sinna vefnum www.sjopostur.is og geta skrifað þaðan út reikniga. Tel-Log gjaldmælar eru um borð í mörgum íslenskum skipum og með því að tengja þá sjópósti opnast möguleiki til að senda upplýsingar um símanotkun áhafnar sjálfvirkt í land. Sjópóstkerfið reiknar út notkun áhafnar og býr til reikning.

Fyrir stórar og smáar útgerðir
Sjópóstur er lausn sem hentar jafn smáum sem stórum útgerðum. Stofnkostnaður er lágur og þar sem 3G símar eru um borð í flestum íslenskum skipum, þá þarf útgerðin ekki að fjárfesta í nýjum fjarskiptabúnaði til að tengjast sjópósti, heldur eingöngu nýta betur fyrirlyggjandi 3G búnað. Hentar þessi lausn því minni útgerðum afar vel.

Sjávarfréttir – upplýsingaveita fyrir sjómenn
Með samstarfi Símans og Framtíðarsýnar ehf. býðst sjómönnum nú í fyrsta skipti aðgangur að heildstæðri upplýsingaveitu í netumhverfi með uppfærðum fréttum af lands- og heimsmálum, íþróttum, ölduspá, efni af skip.is, sjávarfréttir, rafrænar afladagbækur, bókhaldsgögn ofl.

Verðskrá